5.1.04

Á batavegi
Sökum góðra batakveðja (kveðjur, kveðjur, kveðjum, kveðja?...allavega takk þið öll), hvítlauks, sólhatts, lýsis og inniveru er ég að hrista af mér þennan kverkaskít. Vona að ég verði nógu hraustur til að hjálpa vinum okkar að flytja á miðvikudaginn. Frábært að byrja árið á svona aumingjaskap. Vona bara að ég hafi tekið þetta út fyrir árið í þetta skiptið.

Fengum annars Sigrúnu og Skúla í mat áðan. Ég eldaði mitt heimsfræga lasagne og hafði nóg af hvítlauk. Jömmí...þó ég segi sjálfur frá!

Jæja, best að vinda sér í bólið og klára Bettý...þeas klára að lesa bókina "Bettý". Las Mýrina um daginn. Ansi grípandi tímaeyðsla. Hef aldrei nennt að lesa svona glæpasögur, en þetta er auðlesið efni sem heldur manni við lesturinn.

flemm, flemm, flemm!

Engin ummæli: