30.1.04

Svar
Þar sem enginn hefur gefið svar um fúguna góðu, en ég fékk aftur á móti mjög fint svar um DNA og RNA, þá ætla ég að uppljóstra úr hvaða stykki þetta er. Verkið heitir Variations on Theme by Frank Bridge, Op10, og ef eftir B. "okkar" Britten. Fyrir ykkur nerðlana sem lesið þetta þá mæli ég eindragið með að heyra þessa sérstæðu fúgu.

Á miðvikudaginn fór ég á Ævintýri Hoffmanns (eftir Offenbach, samin 1881) hérna í músíkhúsinu. LEIÐINLEG ópera! Plottið var EKKERT, hvorki fyndið né dramatískt. Söngvarar og hljómsveit stóðu sig þokkalega, þannig að þetta var ekki þeim að kenna hversu leiðinleg óperan var. Músíkin var svona la-la músík sem maður leggur ekkert svakalega mikið eyrun við, hún bara er þarna: "Æ já, við þurfum víst líka tónlist svo söngvararnir geti komið þessu FRÁBÆRA librettói (texti óperunnar) á framfæri" hafa þeir örugglega hugsað á sínum tíma. Það voru í mestalagi 2 "aríur" sem rifu mann upp úr algjörum leiða í hálfgerðan leiða og þ.a.m var hin fræga "Báta/gondóla-aría" (hórurnar eru að fara úr hóruhúsinu, sem er staðsett í Feneyjum, og hóran sem Hoffmann elskar syngur dúett við aðra). Sviðsetningin var ekkert æði og búningarnir voru hefðbundnir (fínir galakjólar í bland við smókinga og leðurfrakka). Þeim tókst ekki einu sinni að gera hóruhúsasenuna spennandi. Ég man þegar ég heyrði Cosi fan tutti heima í óperunni þá voru allavega búningarnir eftirminnilegir (sönkonurnar voru í bíkíní allan tímann!).
Geng út frá að næsta ópera sem ég heyri, Under Himlen eftir minn fyrrv. kennara Bent Sørensen, verði mun áhugaverðari. Það á að frumflytja hana í Kongelige Teater þann 15.marz og við (tónskáldadeildin hérna í Árósum) fáum að koma frítt á general-generalprufu. Bíð spenntur.

27.1.04

Ískalt mat
Þar sem að ég var orðinn ANSI pirraður á gamla athugasemdakerfinu þá skifti ég því út fyrir nýtt. Þannig að gömlu skrifin ykkar, lesendur góðir, heyra sögunni til og munu því einvörðungu vera varðveitt í minnum okkar. Blessuð sé minning þeirra.

Hefur engin svör við síðustu spurningu?
Hver er þá munurinn á DNA og RNA í frumum heilkjörnunga?

25.1.04

Húsráð
Flest húsráð sem ég hef heyrt innihalda notkun á tannkremi á einn eða annan hátt. Tannkrem á frunsur, kaffibletti, túss, stórar graftrarbólur á kynfærum...eða var það eitthvað annað?...en hér kemur eitt húsráð sem inniheldur ekki tannkrem og virkar.
Ef þið fáið kertavax í klæðnað eða dúka o.þ.h., leggið dagblað yfir svæðið og strauið yfir með heitu straujárni. SVÍNVIRKAR!

Hvaða tónskáld hefur samið algjörlega einradda fúgu, en þó með mörgum "röddum", og hvert er heiti verksins? (ég hef ákveðið strengjaverk í huga...)

23.1.04

Óhemju löngun í veraldlegt drasl!
Ef einhver veit um svona c.a. 319 þús.kr. sem hann veit ekki hvað á að gera við, þá get ég alveg komið að liði. Mig langar nefnilega í nýja tölvu, PowerBook G4,17" SuperDrive. Þá vitið þið það...

Vill annars benda á ansi skemmtilegan penna, Jónas Sen, sem ég er búinn að bæta við í HversDags listann minn. Sótsvartur húmor í bland við ýmsan fróðleik og kvikindisskap. Maður sem liggur ekki á sínum skoðunum. Fær þó ekki alveg fullt hús þar sem síðan hans er einstaklega ljót, fölfjólublá með laxableikuívafi, en það er víst innihaldið "som bliver".

Ég óska Tryggva til hamingju með tónlistarverðlaunin og góða frammistöðu í hinni sívinsælu tónlistargetraun minni (sjá netlu 18.01.04).
Næsta spurning er eftirfarandi:
Hver samdi annan píanókonsert sinn árið 1957 og hverjum var hann tileinkaður? Konsertinn er í þremur köflum, er í F-dúr og hefur opus númerið 102.

18.1.04

Skid og ingenting!
Í gær fórum við Þyri í Kvickly og fjárfestum í nótum. Það hljómar svolítið furðulega fyrir þá sem þekkja til í dönskum súpermarkaðaheimi. Kvickly er eins konar Hagkaup. Ekki eins fínt og Føtex (Nýkaups lignende) né heldur eins ódýrt og Netto (Bónus lignende). En s.s. við keyptum okkur nótur í Kvickly og ekki nóg með það heldur var þetta líka hlægilegt verð! Ég keypti mér alla píanótónlist eftir Beethoven á 199 d.kr. og alla píanótónlist eftir Grieg og Brahms á 198 d.kr! FÁRÁNLEGT! Bækurnar eru reyndar gefnar út af Könemann (þessi sem hefur það að markmiðið að framleiða ódýrari nótur en það kostar að ljósrita aðrar útgáfur) en mér er sama. Gott til að nota í greiningar og til að glamra á síðkvöldum. Reifarakaup.

Ég er að fara á óperu á eftir. Krakkarnir í skólanum eru að setja upp óperu eftir Benjamin Britten. Þetta er gamanópera (opera buffo) í 3.þáttum við texta eftir Eric Crozier. Var frumsýnd á sínum tíma í Glyndebourne árið 1947. Og nú kemur spurning dagsins (svör berist í "athugasemdarkerfið" hér að neðan): Hvað heitir óperan, hvert er nafn aðalpersónunnar og hvernig myndi nafn aðalpersónunnar áðurnefndu útleggjast á íslensku?

10.1.04

Völvuspá Baggalúts: Míms sýnir
Þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið á nýju ári:

Hjartaknúsarinn Hallbjörn Hjartarson getur barn með hinni dökklokkuðu Leoncie - sannast með því spádómar Inka um hinn tónlistarlega and-krist, sem getið er í fornum handritum:

Paroz II. 27-30: "Og sjá hinn ómstríði mun koma úr norðri og færa tónlistarmenningu heimsbyggðarinnar allrar niður á áður óþekkt plan lágkúru. Tvær áttundir glatast að eilífu."


Hér getið þið lesið alla völvuspána.

5.1.04

Á batavegi
Sökum góðra batakveðja (kveðjur, kveðjur, kveðjum, kveðja?...allavega takk þið öll), hvítlauks, sólhatts, lýsis og inniveru er ég að hrista af mér þennan kverkaskít. Vona að ég verði nógu hraustur til að hjálpa vinum okkar að flytja á miðvikudaginn. Frábært að byrja árið á svona aumingjaskap. Vona bara að ég hafi tekið þetta út fyrir árið í þetta skiptið.

Fengum annars Sigrúnu og Skúla í mat áðan. Ég eldaði mitt heimsfræga lasagne og hafði nóg af hvítlauk. Jömmí...þó ég segi sjálfur frá!

Jæja, best að vinda sér í bólið og klára Bettý...þeas klára að lesa bókina "Bettý". Las Mýrina um daginn. Ansi grípandi tímaeyðsla. Hef aldrei nennt að lesa svona glæpasögur, en þetta er auðlesið efni sem heldur manni við lesturinn.

flemm, flemm, flemm!

3.1.04

Háramót og annað
Nýja árinu var tekið fagnandi og með glæsibrag hérna í Árósum. Íslenska lambalærið var gott, heimagerði ísinn var BARA mjög góður og ræða drottningar fór fyrir ofan garð og neðan. Flugeldakakan sem við Róbert keyptum var sú flottasta í hverfinu, þó svo að hún hefði verið á 50% afslætti.

Í dag er ég veikur. Hiti og hálsbólga, þannig að ég nenni ekki að skrifa meira. Snít!