21.12.03

Jólatréð í stofu stendur, stjörnuna glampar/vantar á
Gærdagurinn var stór dagur í mínu lífi. Afhverju það? Jú, ég keypti lifandi jólatré í 1.skipti á ævinni. Á Hlíðargötunni hefur aldrei verið lifandi jólatré síðan ég man eftir mér. Þar er sígrænt og óbarrfellandi plastjólatré. Mér finnst það samt alveg fallegt þegar ljósin eru komin á og allt draslið sem foreldrar mínir eru búnir að safna sín undanfarin búskaparár. Sögulegt jólatré. "Við verðum líka setja jólasveininn sem Daníel gerði í 3.bekk á tréð" og "Nei sko, þarna er jólakúlan sem pabbi þinn gaf okkur fyrstu jólin okkar, Maja mín." eru setningar sem falla þegar litla plasttréð er skreytt.
Tréð sem við keyptum í gær var "ást við fyrstu sín". Tréð stóð við innganginn að jólatrjáasölunni fyrir framan kirkjuna mína og það beinlínis kallaði á mig. Hæð þess er fullkomin í stofuna okkar og svo er það jafnþétt. Væri garanterað búið að höggva það í "skóginum" hans pabba...þeas hefði hann tímt því, það er svo fallegt.
Trénu var smokrað í net og svo fékk það salíbunu með Århus Sporveje heim. Nú prýðir það stofuna okkar ásamt 50 ljósum og nokkrum kúlum. Virkilega fallegt.

Það er ekki bara tréð sem fyllir mann af jólahug, onei. Mömmur okkar Þyri hafa líka séð um það. Við erum bæði búin að fá huggulega pakka með bragðgóðum smákökum, aukreitis við þær sem Þyri bakaði, þannig að við höfum ekki þörf á að baka meira. Takk mömmur og pabbar!

Ekki má gleyma öllum pökkunum og kortunum sem okkur hafa borist með póstinum. Allt að fyllast. Það stefnir í heljarinnar vinnu á afðfangadagskvöld við að opna þetta allt. Maður nær varla að gleypa í sig öndina og gúffa í sig grautnum á milli messa (...okok, messna, en bara fyrir þig Daníel!;-). Það eru nefnilega 3 messur sem við syngjum í á aðfangadag. En það verður bara fínt. Maður er allavega ekki að velta sér upp úr heimþrá á meðan. Allavega stefnir í að við munum hafa það verulega gott, hérna í Árósum, um jólin.

Engin ummæli: