31.10.03

"Bubbi!!! Slökktu á græjunum þínum eða ég KVEIKI í þeim!!!!"
Um daginn sá ég að rokk öldungarnir í Deep Purple munu halda tónleika hér í DK. Svo þegar ég fór fram í hléi á tónleikum með sinfó þessarar borgar nú í kvöld sá ég að þeir munu halda tónleika í Árósum. Ég fór að planleggja tónleikaferð med det samme. Já, ég viðurkenni það alveg, ég er "gamall" Deep Purple aðdáandi en þó aðallega vegna þess að Jon Lord var, já VAR, meðlimur í þessari ágætu grúppu. Jon Lord spilar nefnilega á Hammond-orgvél og ég hef í gegnum tíðina verið mikill unnandi þessarar skemmtilegu blöndu sem Hammond-orgvélin og Leslie-hátalarinn "danna". Maður eyddi alveg nokkrum klukkutímum í að "pikka upp" og spila með Deep Purple-diskunum mínum á B-200 Hammondinn minn. En s.s. eftir að ég komst að því á heimasíðu þessarar annars ágætu hljómsveitar að Lordinn væri hættur þá nenni ég þessu ekki. Mér finnst alveg nóg að hafa heyrt ToTo spila án David Paich, nema að ég fari að safna tónleikum með gamlakallahljómsveitum sem hafa ekki gamla hljómborðsleikarann með....njééé!

En annars var ég að koma af sinfótónleikum. Spiluðu eitthvað verk eftir Poul Ruders, ágætt stykki. Svo spiluðu þau Dvorák fiðlukonsertinn, gerðu það ekkert vel og einleikarinn intoneraði illa og hafði enga útgeislun. Eftir hlé var svo Sinfoni Fantastique eftir Berlioz. Verkið var breakthru á sínum tíma en mér hundleiddist. Hef ekki sens fyrir svona breakthru verkum. Steinsofnaði t.d. þegar ég heyrði Vorblótið í fyrsta skipti...19 ára gamall...hehe...sem er reyndar ekki jafn góð saga og eins kollega míns af sínum fyrstu kynnum af því verki. Hann hafði nefnilega sem ungur drengur hlustað ansi oft á þetta verk. Nema hvað að þegar hann kom svo í tónlistarsögu í Tónlistarskóla Rvk. og heyrði verkið þá kannaðist hann ekkert við það. Þá hafði plötuspilarinn heima hjá honum verið stilltur á hraðari snúning (er svo ungur að ég man ekki hraðana...33.snúninga og eitthvað annað...) en ætlast var til. Miklu meira tjútt í því.

24.10.03

Platoon
Jæja, þá er Platoon búin. Sá allan tímann fyrir mér Charlie Sheen í "Hot Guns". Hef þá séð 2 myndir af Oliver Stone, svo ég viti, því við sáum JFK í gærkvöldi.
Næs að vera kominn með TvDanmark 1. Fann hana bara fyrir rælni þegar ég var að leyta að BBC FOOD. Fann því miður ekki BBC FOOD.
Já, það sem ég ætlaði að segja um myndina, annað en að hún væri fantafín, að mikið ROHOSALEGA var Adagioið hans "Samma Rakara"...hjéhjéhjéhjé...notað mikið! Sjitt! Það var í annarri hverri senu!!! Maður var eiginlega kominn með leið á því.
Hvað skal gera?
Nú er um tvennt að velja. Á ég að horfa á Platoon í imbanum (hef ALDREI séð hana) eða á ég að gera eitthvað af viti? Þyri myndi aldrei nenna að horfa á Platoon með mér þannig að ég er heitari fyrir því...hún myndi heldur aldrei hlaupa nakin með mér um hverfið...nei best að horfa bara á Platoon.
Ég ætlaði sko að fara á aarhusfilmfestival nema að það var "uppselt" (ekki hægt þegar það er frítt inn) þegar ég mætti áðan. Fúlt.
Ha' go weekend...og spis sandwich og kik på TV...danir eru svo frumlegir varðandi eigin tungumál.

23.10.03

Lágdeyða
Eitthvað er varaþingmaðurinn systir mín að derra sig yfir seinagangi í mér hérna á neddsíðunni. Ég er sko nefnilega trassi að eðlisfari en við bjuggum nú ekki meira en 16 ár saman þannig að hvernig ætti hún að vita það! Mér finnst alltaf best að gera hlutina á morgun sem hægt er að gera í dag...vandamálið er að það kemur dagur eftir næsta dag og svo víðara.

Í nótt dreymdi mig að ég væri á kóræfingu hjá Þorgerði. Þetta var rosalega raunverulegur draumur, nema hvað að ég man ekkert hvað við vorum að syngja. Þetta var síðasta æfingin fyrir einhverja tónleika og það var uppstilling í gangi. Ég fékk að halda mínum stað, sem er oftast nær lengst til hægri eða vinstri. Það er ekki nóg með að ég hafi oftast þann háttinn á þegar ég stend í kóruppstillingu heldur bara nánast alltaf í hópuppstillingu (fótboltaliðsmyndum oþh). Sálfræðingar geta örugglega fundið eitthvað út úr þessu.

Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér hvað verður um þá sem eru heimilislausir hérna í DK. Hér er nefnilega kuldi dauðans á nóttunni. Hjólaði niður í DIEM í morgun og mér leið eins og nýfrystri ýsu.

Kepptum síðasta leikinn okkar í deildinni á sunnudaginn. Töpuðum 11-2. Nágranni minn, þessi sem býr hinumeginn við þilið, sem er þynnra en pappi, og ég heyri hroturnar í honum og msn hljóðin úr tölvunni hans og við rumskum við vekjaraklukkuna þeirra....nei við heyrum ekkert annað, þau hljóta að vera vönuð/kaströtuð/geld bæði eða ekki hlynnt kynlífi fyrr en eftir giftingu....var í hinu liðinu. Skammarlegt. Hef sem betur fer ekki hitt hann síðan á sunnudaginn.

15.10.03

Haustfrí
Haustfríið stendur nú sem hæst. Öll skólabörn í fríi og bærinn er einn iðandi krakkaskari. Varla mögulegt að ganga með hjólið sitt og leikfimistöskuna með hnitspaða í niður strikið. Hef reynt það.

Fór í hnit í morgun með Anders. Var malaður svona c.a. ....ALLTAF! Vont að tapa.

Núna er Þyri að hitta asísku kollega sína úr konsinu. Þær heit Mínakó, Mímí og Múkí (skrifað eins og nöfnin eru borin fram..."Hvernig er hreindýrið borið fram?"...."Hreiiiindýýýýýr!") Mér finnst við hæfi að kalla prumpulínuna mína "Múrúrímí" í tilefni af vinkonuhópnum. Íslenskt en samt asíuskotið nafn. Vonum bara að hún komi ekki heim tjörguð og öll út í fiðri eins og þeir gerðu alltaf við þá skáeygðu í Lukku-Láka bókunum....hehemmm...neinei bara grín....mikiðgrín, mikiðgaman!...uuuu...jæja...ætli ég hætti ekki bara að segja kínverjabrandara...samt er "Nýbúagrín" þeirra Radíusbræðra alltaf jafn fyndið. Hvað kallarðu pólverja sem á 100 konur? Fjárhirði!...fattann'ekki...

8.10.03

Innflytjendur
Í gær fór ég á uppáhaldspöbbinn minn, Peter Gift, með hinum strákunum í tónsmíðadeildinni. Það er svo sem ekki frásögu færandi þar sem við gerum þetta annan hvern þriðjudag, eftir að við höfum snætt grískan mat og verið á seminari frá 16-19. Nema að í þetta skiptið komu inn einhverjir innflytjendur. Þeir töluðu hátt en voru ekki með nein önnur læti. Þegar þeir fóru út þá var barþernan ekki á barnum heldur var að safna saman glösum. Þá fannst einum þeirra vera alveg tilvalið að reyna að stela úr kassanum. Hann skaust innfyrir barborðið og opnaði kassann. Þá tók þernan eftir honum og henti honum út (hann var frekar mjór og aumingjalegur en hún stór og útlifaður danskur kvennmaður). Rosalega var þetta skrýtið. Það var eins og þeim þætti ekkert eðlilegra en að reyna að ræna.

2.10.03

Er Íslendingur hér?
Mér fannst þetta svo vel til fundið að ég ákvað að stela þessu af síðunni hennar Þóru.

You know you are from Iceland when...
...snow tires come standard on all your cars.
...you have gotten frostbitten and sunburned in the same week.
...you learned to drive a tractor before the training wheels were off your bike.
...Down South to you means Canada.
...birds chirping at 3am in July is normal.
...you have a passport to leave the island.
...you don't have a coughing fit from one sip of Brennivin.
...your idea of creative landscaping is a tree.
...wearing high heels and a skirt, and going out dancing is "normal" during a hurricane.
...you were unaware there is a legal drinking age.
...you decided to have a picnic this summer because it fell on a weekend.
...you enjoy driving in the winter because the potholes fill in with snow.
...your sexy lingerie is tube socks and a flannel nightie.
...headlines read "Cow born in Strútafjördur".
...at least once a year, a family members' kitchen doubles as a meat processing plant.
...at times, your second floor balcony doubles as a front door.
...you find 0 degrees a little chilly.
...you actually understand these jokes ;-)

Ég vaknaði seint í morgun. Öllu heldur ég átti að vera mættur í tíma þegar ég vaknaði. Ég stökk á fætur og í fötin, greiddi mér í flýti...eða nei annars, það var ekki í morgun...skellti í mig súrmjólk og geystist af stað á rauða fáknum niður í Musikhus. Þar er DIEM með aðsetur sitt og átti ég að vera í tíma þar. Bara littlum 30 mínútum of seinn. Það furðulega við þetta var að ég var að sofna nánast allan tímann. Var rangeygður af syfju. Ástæðan var sú að ég er vanur að sötra einn lítinn espresso á hverjum morgni. En ekki í morgun. Þessu varð að bæta úr þannig að eftir tímann fór ég á uppáhalds kaffihúsið mitt hér í borg, Altura-kaffe. Einn Macchiato kemur deginum af stað. Eftir bollan geng ég út og tek hjólið mitt úr lás, sé ég þá ekki plötu með Þursaflokknum standa úti í glugga og utan um hana var smá plast renningur sem á stóð á dönsku (hér á íslensku) "ekki hlusta alltaf á sömu plöturnar" eða eitthvað í þeim dúr. Þetta var s.s. auglýsing fyrir fyrirtækið sem er fyrir innan þennan glugga. Þetta þótti mér merkilegt því ég er nokkuð viss um að ekki nokkur einasti Dani hefur nokkurntímann hlustað á Þursaflokkin.

1.10.03

Danskur húmor
Alle børnene spiste mad, uden Bjarne, ham var Chilli con carne.