29.6.03

InterRail
Jæja, nú er sunnudagurinn runninn upp og við Þyri tilbúin með nesti og nýja skó. Leggjum í'ann kl.15.30. Komum til Hamborg um 19 og sofum svo eina nótt í næturlest. Lendum í München um 07 (á mán) og tökum lest þaðan til Verona. Kíkjum aðeins á Verona, hittum Hófí vinkonu Þyri, förum til Feneyja með henni (hún býr þar) og skoðum okkur um í tvo daga (c.a.) Förum svo til Cinque Terre með henni og einni til (júhú! ég verð aldeilis í kvennafans!) og förum í göngtúra þar. Þá er ferðaplanið uppurið.
Ég segi því bara bless í bili og við látum nú kannski vita af okkur ef við rekumst inn á netkaffi (þar sem maður drekkur EKKI kaffi!)

25.6.03

Rassmus áhyggjufullur
"Mér finnst hann vera hinn ágætasti frændi" sagði Pingo, eftir vikudvöl frændans hjá Rassmus.
"Jú jú, en hann býr ekki hjá YKKUR!" svaraði Rassmus. "Hann lætur ekki af þessum furðulegu þjóðvenjum...hann er alltaf að sprengja kínverja."

Nokkrum dögum síðar hitti Rassmus grísastrákana Konráð og Jokum, sem voru hágrátandi.
"Afhverju eruð þið svona óhamingjusamir?" spurði Rassmus.
"Jú sko," snökktu þeir "frændi okkar frá Kína ætlaði að koma í heimsókn, en er ekki enn kominn!"
"Ooo jú, hann er löngu kominn" sagði Rassmus, "þarna er hann!"

Að borða Tapas-rétti er að verða mjög vinsælt hér í Danaveldi. Sökum þessa var grein í MetroExpress í dag um sögu Tapas.
Veitingahúsaeigandi nokkur, á Spáni, var orðinn ansi þreyttur á því að flugur sóttu mikið í vínglös gesta hans. Hann tók á það ráð að leggja brauðsneið ofan á glösin áður en flugurnar kæmust ofan í þau. Þetta svínvirkaði. Þetta sniðuga ráð breyddist síðan út um allan Spán. Síðan datt einhverjum snjöllum það í hug að leggja pylsusneið eða annað gómgæti ofan á brauðið svo gestirnir hefðu eitthvað að maula með. Upp frá því fór Tapas, sem þýðir "lok" á spænsku, að þróast yfir í að vera sjálfstæður réttur. Nú í dag eru Tapasbarir út um víða veröld og eru þeir geysivinsælir.

Í gær fórum við í mat til Siggu og Eyvinds. Júmmíí. Góður kjúlli og meððí. Þau eru skemmtilegir vínsvelgir sem kunna að gera góðan mat og eiga skemmtilegt bóka-, diska- og myndbandasafn.

Sigrún og Skúli lánuðu okkur 4 Friends/Venner/Vinir spólur. Stohórhættulegt efni!

Við förum á sunnudaginn á InterRail. Jeij!

18.6.03

18.júní
Mamma á afmæli í dag. Hún lengi lifif! Húrra,húrra, húrraaaaaa!!!!

17.6.03

"Hvernig gengur með frændann..."
"Ekkert sérstaklega vel", svaraði Rassmus áhyggjufullur. "Ég skil ekki neitt af því sem hann segir,- það hljómar allt eins og kínverska!
Og svo kann hann enga mannasiði...hugsið ykkur, hann borðar með PRJÓNUM!"

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!

6.6.03

Þakkarkort
Kæra Björg Hilmarsdóttir.
Ég vil þakka þér kærlega fyrir vel þegna ábendingu föstudaginn 06-06-03 um c.a. 1300 að íslenskum tíma. Sniglabandið hefur ekkert breyststst síðan ég var að vinna í Kaupfélaginu eða í Sundlauginni. Þá voru föstudagarnir helgaðir rás 2 og Sniglabandinu. Nema að í Kaupfélaginu var ekki hægt að hlusta á útvarp, því járnabindingin í húsinu var svo þétt að útvarpsbylgjurnar villtust á leiðinni inn í húsið og rötuðu ekki í viðtækið. Ég fór þá bara inn á lager og setti útvarpið við lagerdyrnar og þá gat ég notið vitleysunnar í bandinu. Reyndar var þetta ekkert voða vel liðið af samstarfsmönnum mínum í Kaupfélaginu FRAM, en mér var slétt sama. Föstudagarnir voru HEILAGIR.
Svo þegar ég var kominn í sundlaugardjobbið þá voru samstarfsmenn mínir ekki á eitt sáttir, því þeir vildu heyra Bylgju ruslið.
En hvað um það, TAKKATAKKA Björg!
Skeggur með farangurinn
Þeir höfðu nýsleppt orðinu, þegar Skeggur kom gangandi með allan farangur frændans, bundinn við sig með spotta. (Farangurinn hékk nefnilega niður úr nokkrum blöðrum!)

"Hvernig gengur með kínverska frænda þinn?" spurgði Pingo, þegar frændinn hafði búið í nokkra daga heima hjá Rassmus.

Ég er nú bara orðinn nokkuð spenntur. Ég er nýbúinn með fjórðu bókina um Harry Potter (sammála þér Hildigunnur, hún er lang best af þeim, enn sem komið er) og hún skildi eftir mikið af spennandi efni fyrir næstu bók.

4.6.03

3.6.03

Pingo og Pelle
"Þeir hafa sennilega ekki enn fundið upp bílana þarna í Kína" sagði Pingo, þegar farartækið fór framhjá þeim á veginum.
"Og hvað hefur hann gert við farangurinn sinn?" spurði Pelle. "Þeir hafa kannski ekki heldur fundið upp ferðatöskuna?"

1.6.03

Klump að keyra frændanum frá Kína heim
Síðar kom það í ljós að frændinn hafði tekið sinn eigin vagn með frá Kína og hann vildi gjarnan keyra í honum frá lestarstöðinni heim til Rasmuss. Á leiðinni heim talaði frændinn heilmikið um fjölskylduna sína, heima í Kína, en Rasmuss skildi ekki neitt af því sem hann sagði.

Á laugardaginn keppti ég í fótbolta og við Heklumenn unnum. Ég skoraði ekki. Ég hef æft fótbolta síðan ég var 6 ára gamall og ég hef einu sinni, EINU SINNI, skorað mark svo ég muni. Það var með Boltafjélagi Norðfjarðar '96 (BN'96).
Síðan fórum við sköturnar niður í Botanisk Have og hittum Björgu og Arnbjörn og við grilluðum saman í góða veðrinu. Leiðinlegt að þau skuli vera að fara upp á skerið í sumar, en maður verður víst að gifta sig áður en maður byrjar að hrúga niður krökkum...allavega ætla þau að gifta sig í sumar, á Íslandi, og svo hrúga niður einu stykki krakka...eða svo.

Innsetningin okkar Eyvinds vakti bara ágætis lukku, svona þegar einhver þorði inn í tjaldið okkar. Ridehuset er stór geymur, og við vorum með smá tjald sem var algjörlega svart. Inni í tjaldinu var einn hljóðnemi sem hékk neðan úr loftinu og svo var "spotlight" á hljóðnemann þannig að það eina sem maður sá var hljóðneminn þegar inn í tjaldið var komið. Fólk þorði ekki í fyrstu að segja neitt skemmtislegt í nemann, en svo gerðum við þetta þannig að ég stóð inni í tjaldinu og byrjaði á að öskra/syngja/tala (helst íslensku)/taka viðtöl í hljóðnemann og Eyvind stjórnaði prógramminu. Eftir það fór fólk að fatta og við eignuðumst tvo aðdáendur sem fóru varla úr tjaldinu. Þeim þótti voða gaman að leika sér í þessu.

Á þessari mynd sjáið þið blokkina sem við búum í. Fyrir miðri mynd sjáið þið 5 raðir af "L"-laga blokkum við búum í röð nr.2 frá vinstri næstefsta blokk. Það er meira að segja hægt að sjá kvistinn okkar :o) Kíkið líka á heildarkortið yfir borgina.