30.1.03

ég kem oft á dag...
...inn á þessa síðu :o)
Mér var bennt á að ég hafði ekki skrifað um að hafa hitt Þóru þegar ég sagði frá Berlínarferðinni minni í nóv. En s.s. ég hitti Þóru í Berlín. Þóra er x-bekkjarsystir úr tónó. Jæja, allir sáttir???

Þessa stundina er Winterreise í spilaranum (í tölvunni, og JBL hátalarnir eru alveg að standa sig) og Peter Schreier syngur en Sviatoslav Richter (ekki fyrir smámælta!) leikur með á pnó. Nema hvað að þetta er "lífs"-upptaka síðan 1985 og það eru allir hóstandi í salnum! Fáránlegt að þeir hafi ekki tekið þetta almennilega upp. En allavega þá heyrði ég sögu um daginn, um mann sem hafði það fyrir áhugamál að hósta á tónleikum, tónleikum sem voru hljóðritaðir. Maðurinn hafði s.s fyrir því að kynna sér verkin og taka með sér raddskrá á tónleikana og svo hóstaði hann þegar það kom smá þögn í verkið eða einhver veikur kafli. Svo hélt hann skrá yfir allar "hósta"upptökurnar og staðina sem hann hóstaði á. Ég held meira að segja að skráin hafi síðan verið gefin út eftir að hann lést. Soldið klikk að segja "hérna...áttu nýja diskinn með Berlínar fílharmóníunni? Það er ég sem hósta þarna í takti 214, á 3.mín og 49.sek., í 2.kaflanum í Schumann sinfóníunni." Já, það er margir "furðulegir kaupfélagsstjórar" til!
ærumeiðandi
...er flott orð. Að "ærumeiða" er að spilla mannorði. Hér er hægt að sjá eitthvað sem er ærumeiðandi. Allavega fyrir alla þáttakendur og þá sem hafa unun af.

Löppin er annars að skána svona "bæðevei".

Mikið rosalega er kókosmjólk góð! Rosalega "feit" en góð og holl. Kókosolía á að vera allra meina bót. Ástæðan fyrir þessari uppgötvun minni er sú að í gær eldaði hún Þyri mín dýrindis hænsnfugl í kókos-karrýsósu. Og að sjálfsögðu rúsínur og smá kókosmjöl út á. Í réttinn notaði hún kókosmjólk úr dós (okkur þótti kókoshnetan sem við brösuðum við að opna um daginn ekki nógu góð). Bragðaðist betur en austurlenski kókosrétturinn sem ég smakkaði kvöldið áður á Mekong.

27.1.03

hvað gæti verið "bold" í þetta skiptið???
Harry Potter og leyniherbergið var alveg hin ágætasta ræma. Skárri en sú fyrri. Meira spennandi oþh. Pirrar mig bara hversu mikill ræfill þessi Harry týpa er alltaf. Hann kann ekkert að "graldra", Hermioni er miklu betri. En hann er voooða hugrakkur :o)

Um helgina fórum við sköturnar upp í Skødstrup, ásamt ArnBjörgu, í heimsókn til Sel-berts. Gamangaman þar.

Í gær, sunnudagur, var svo fótboltaæfing. Æfingin byrjaði vel, en svo tókst mér að misstíga mig þannig að nú haltra ég aðeins. Vonandi verður það komið í lag fyrir fótboltamótið á laugardaginn! Ekki að ég sé ómissandi fyrir liðið...onei!...síður en svo. Þetta getur bara verið anzi gaman.

Í kvöld átti að vera 1.æfing þessarar vorannar með UNI-kórnum, sem ég syng í. Við ætlum að syngja m.a. kórverk eftir mig (5 vísur um nóttina). Nema hvað að þegar ég mætti á svæðið þá var búið að aflýsa æfingunni og það hafði verið gert með viku fyrirvara!!! Hvað er að klikka!

Það er ekki nóg með að kransæðakittíið tókst með ágætum heldur gerðum við pestó um daginn. Svona rautt tómatpestó með hvítlauk. Nammmiinamm...slurp...hvað það er gott þó svo ég segi sjálfur frá. Nokkuð víst að þetta verður fastur liður héðan í frá. Bezt að fá sér smá smakk ;o) ciao!23.1.03

gleymdi part I
Mér fannst Harry Potter part I vera slök. Mun tjá mig um part II síðar.

21.1.03

úff og púff
Nú er ég búinn með hljómsveitarverkið mitt og lífið farið að vera "eðlilegt". Reyndar er ég ekki búinn, á eftir að skeita köflunum þremur saman og fínesere. En það gerist ekki fyrr en ég hef heyrt þessa kafla. Sinfónían hérna ætlar að renna yfir þetta á 2 æfingum. Svo kemur smá tími til þess að laga hluti oþh og svo æfa þau þetta aftur á 2 æfingum. Hljómar vel.

Heyrðu váá! Rosalega hef ég verið ekki verið óiðinn við að skrifa sjaldan á þessa síðu! Síðasta nedd var þegar við komum heim úr jólafríi en svo þar á undan þegar ég kom heim frá Berlín! Díses!!!

Við sömburnar vorum um daginn í heimsku okkar að setja saman vandræðalegan innkaupalista...sem NB átti ekki að vera notaður.

- mjólk
- melóna
- vínber
- sprauturjómi
- freyðivín
- gaddavír
- tómatsósa
- barnaolía
- müsli
- getnaðarvarnir
- hundamatur
- sígarettupakki
við þetta mátti svo bæta eða útaf taka.

Í gær gerði ég majónes frá grunni. Lítið mál, bara 3 eggjarauður, safi úr 0.5 sítrónu, 300ml ólífuolía. Rauður þeyttar þar til þær verða loftkenndar, olíu bætt útí smám saman og svo safanum. Bon appetit....nema þið notið fagurgræna ólífuolíu sem er frekar bragðmikil og dóminerar allt annað bragð, og passið ykkur á sítrónusafanum....þetta fór allt í vaskinn. Ógeðslega vont. En ég gefst ekki upp. Ætla að fá mér betri olíu, helst frá Liguria héraðinu á Ítalíu...farinn að sjá fyrir mér majónessalötin í tonnatali! Eins gott að maður passi sig :o)

Þessa dagana er ég að lesa Sirlmerillinn. Eins og með Hringadróttinssöguna þá fer hún hægt og þunlamalega af stað, en nú er allt að komast á fullt. Júhú!!! Og ég sem hélt að þegar Hringadróttinssaga væri búin þá gæti ég ekki dottið lengur inn í þennan heim.

Mér snar brá ekkert lítið um daginn þegar ég sat í mestum makindum og horfði á sjónvarpsdagskrá sænska ríkissjónvarpsins á laugardagskvöldið (...á gili...) eftir að við hofðum sporðrennt gerlausri flatböku og glápt á hina stórskemmtilegu mynd JallaJalla. Í imbanum var mjög fræðandi og skemmtilegur þáttur um kosningarnar 23.júní 1999 á nýjum stjórnanda við Fílharmóníuhljómsveit Berlínar. Þarna voru helstu stórstjórnendurnir eins og Esa-Pekka Salonen, "Barenbojm" og svo Sir Simon Rattle sem "kepptu" um stöðuna. Eins og alþjóð er kunnugt þá hlaut Sir Simon Rattle stöðuna og varð því eftir því sem ég veit best 16.stjórnandi þessarar merku hljómsveitar (Hans von Bülow, Arthur Nikisch, Wilhelm Furtwängler, Leo Borchard, Sergiu Celibidache, Herbert von Karajan, Claudio Abbado o.fl voru fyrirrennarar hans). Nema hvað að allt í einu segi ég "hey! ég þekki þennan!!!" og var þá ekki á skjánum stjórnandinn geðþekki Hermann Baümer sem stjórnaði 10-11 á UNM tónleikunum sem voru haustið 2002 (eins og alþjóð veit!). Þá var hann básúnuleikari við hljómsveitina á þessum tíma. STÓRMERKILEGT!!! Fyndið að sjá andlit sem maður kannaðist við í svona þætti. HA HA HA
Á eftir þessum merka þætti fylgdi hin íslenska stórmynd Djöflaeyjan. Stórskemmtileg og gaman að lesa sænska undirtextann. Gamangaman við imbann á laugardögum :o)
11.1.03

Hóhóhó úr byng nú gjallar
Vááá hvað það er langt síðan ég hef "neddað".
Við sköturnar/sömburnar (s.b. Þyri er mín samba og ég hennar sambi...nýyrði frá mömmu hennar Guðnýjar) vorum að koma heim í dag úr jólafríi. Við fórum til Íslands í jólafríinu...æ já, þeir sem fyrir algjöra skyldurækni myndu lesa þetta hittu okkur í fríinu! En það var nú voða gott að koma aðeins "heim" (erfitt að nota þetta orð þegar um 3 staði er að ræða).
Hérna úti hylur snjórinn hina fögru dönsku fold, en það er ekki hægt að segja að þetta sé einhver skíðasnjór. Voða þunnt lag, svo vantar náttúrulega brekkurnar...hvað þá lyfturnar!
Það er ekki eins kalt hérna og við bjuggumst við, bara - 2 gráður. Ég heyrði í Skødstrup genginu áðan (þessi nýgiftu) og þau téðu mér að þegar þau komu þá duttu fingurnir nærrum því af bara við það eitt að labba út í næstu kjörbúð. Hryllilegt!!!
Ummm, hvað það verður gott að sofna í rúminu okkar, eða skeiðvellinum eins og ég kýs að kalla það ;o) Það hefur ekki farið illa um okkur í fríinu, síður en svo, en skeiðvöllurinn er alltaf beztur.
Hey!!! Fish call'd Wanda var að byrja! Jíbbíjei! Ég elska danska sjónvarpsdagskrá.
Ciao