26.11.02

Ich bin ein Berliner
Guten tag!
Nur bin ich in Berlin gehaben...bitte...schlümpf!
Já, afsakid ad ég hef ekki íslenska stafi, svona er thetta thegar madur er i odru landi.
Tad er voda fint herna, massi af tonleikum og fullt af tonskaldum...spurning hvort tau seu god, tad er allavega gott ad hafa massa af tonleikum!
Tonleikarnir eru adallega i Berliner Philharmonie husinu.

Hef annars ekkert ad segja nema ad hostelid okkar, sem heitir Circus, er bara ansi agaett. Snidid ad torfum ungs folks.
Tschüß :)

22.11.02

berlín, berlín
ég er að fara til höfuðstaðs Þýzkalands (fiskalands) á morgun....jíbbííí!!!
tónlistarhátíðin (sem er sennilega norrænir músíkdagar) kallast MAGMA. voða gaman. þarna hittast tónskáld frá öllum norðurlöndunum og nemendur verða með málþing. svo eru líka nokkrir þýzkir nemendur.
við förum með rútu, tekur 8 blessaða tíma!, og gistum á Hostel Circus! spennandi sjá hvort ég fái að vera í apabúrinu eða hvort ég þurfi að sofa hjá ljónunum.

bless í bili.
p.s. kem heim á föstudaginn.

4.11.02

laufin
laufin á trjánum fóru í verkfall - dettaájörðinaogsölnaverkfall.
haustvindurinn þeytir þeim því nú um göturnar í stórum flokkum. þetta líkist helst snjótittlingaflokkum - nema það heyrist ekkert "tíst-tíst...tíst-tíst".
laufin misstu sennilega málið við fallið.