31.10.02

gleymdi
að segja frá því að ég fékk rosa skemmtilegan geisladisk sendan um daginn. ástkær bróðir minn, eiginmaður og faðir...neinei...ég meinti bara ástkær bróðir minn sendi mér disk með video upptökum að austan. allir að taka upp kartöflur og strákarnir að segja frá hinu og þessu, spila á flautu og búa til leikrit, nafni að labba o.þ.h. rosalega gaman að sjá þetta. maður hefur náttúrulega ekki séð þessa krakka að neinu ráði. hryllilegt að eiga frændsystkini og þekkja þau nánast ekki neitt.

en þetta er svo sniðugt! að geta sent bara einn geisladisk með videoupptökum á og hljóðskrám líka. ég man þegar ég var lítill þá tókum við systkinin upp spólur til þess að senda ömmu og afa. spiluðum hitt og þetta og sungum. miklu skemmtilegra að fá þannig sendingar en reikninga :o)

26.10.02

nåh
það er ss anzi langt síðan ég ritaði hér síðast...eða er kerfið eitthvað að gabba mig? ég sem hélt að ég hefði sagt eitthvað meira en þetta með rakakremið??? jæja, ekki lýgur neddið! (svona í framhjáhlaupi, er einhver komin með annað nafn á þetta dæmi? endilega þá sendu mér póst á stefan@karlmenn.is)

þessa dagana er ég ofsóttur af góðum kvikmyndum. mulholland drive, nýja "almódóvar" myndin, einhver rosafín ný héðan frá árósum, einhver frönsk osfrv. svo vorum við að horfa á "the fight club" (klúbbur handalögmálanna) og er hún ansi góð. sama plott og í myndinni "beautiful mind" (hugarfegurð) með honum sæta þarna...Russel Crow var það heillinn! já slatti að gera í að glápa. en ég mæli allavega eindregið með mullholland drive. mjög góð ræma.

við erum búin að kaupa okkur flugmiða heim. komum þann 13.des (fös) til landsins. við erum farin að hlakka ROSALEGA mikið til.
þetta verða svolítið sérstök jól að því leitinu til að báðar systur okkar (Björg og Svanhvít) verða komnar í nýtt húsnæði. spennó að sjá.

Hanna og Hugi komu til okkar um síðustu helgi. mjög gaman. sungum slatta (raddir okkar passa nefnilega í kvartett) og spjölluðum og höfðum það notalegt. gaman að fá góða gesti!

svo voru Hilmar og Nína hjá okkur þar á undan. líka gaman. sungum ekki neitt en gerðum margt annað skemmtislegt. þau fylltu að sjálfsögðu húsið af gjöfum til okkar. erfitt að fá svona gjafmilda gesti, en rosalega gaman samt.

hætti í bili. góða nótt!3.10.02

raki
ef ég væri latt rakakrem, þá myndi ég búa í Árósum!