30.9.02

hætt
jamms, við erum hætt að skúra í bankanum. Þyri er reyndar hætt því og ég er þess vegna hættur að hjálpa henni.

en annars þá var Klakamót hérna um helgina. á það mót mæta íslensk fótboltalið sem eru að æfa á norðulöndunum og í ár sá boltafélagið sem ég sparka stundum með um mótið.
í þetta skiptið kom eitt lið frá Gautaborg og svo voru hin liðin frá Danmörku.
ég ætlaði ekki að spila með. ætlaði bara að koma og hjálpa aðeins til á laugardeginum og Þyri kom líka. nema hvað að þegar ég kom þá var ekkert fyrir mig að gera annað en að spila með "old boys" liðinu, það vantaði mannskap. ég passaði þannig séð alveg inn í það, mun hárlausari en margur annar ;o)
en þetta var í rauninni heiður fyrir mig því að í þessu liði var einnig annar Norðfirðingur. hann heitir Ástvaldur og er Draupnisson. hann var nokkurskonar hetja þegar ég var stubbur. hann gat allt. hann sá yfirleitt um að koma upp innbæingabrennunni, sem var NB miklu flottari en útbæinga brennuhrúgan, í innbænum var nefnilega raðað að gömlum sið. ég var svo heppinn að vera með í svona brennudæmi í nokkur skipti. eitt skiptið þá vantaði fleiri bretti til þess að raða utan á brennuna. Ástvaldur og nokkrir með fóru því í brettastæðurnar sjá Síldavinnslunni um nótt og tóku með sér sleggju! þeir brutu nokkra tugi bretta og fóru svo aftur heim í háttinn. daginn eftir fóru þeir til framkvæmdarstjóra Síldarvinnslunnar og spurðu hvort þeir mættu ekki taka ónýt bretti sem væru á brettasvæðinu. að sjálfsögðu var það ekkert mál.
en allavega, þá spiluðum við Ástvaldur ásamt öðrum kempum 3 leiki. ég lagði upp nokkur mörk og skoraði eitt....stórglæsilegt að sjálfsögðu ;o) við unnum einn leik en töpuðum rest...menn ekki í formi og aldurinn farinn að segja til sín.
en gaman var það og það er nú fyrir mestu!
fari það i grábölvað
þessi helv***,andsk***,rassgats blogspot dæmi er ekki að standa sig. það kom alltaf upp einhver leiðindarvilla þegar í ætlaði að "útgefa" mín síðustu skrif. þannig að ég er búinn að bíða heillengi eftir að "þeir" myndu gera við þetta. en núnú ég þurfti ss að skipta um útlit til þess að láta þetta virka. vonandi fúnkerar þetta héðan í frá.
allavega mun ég reyna að verða duglegri að rita eitthvað næstu daga.

24.9.02

nú er engin afsökun
bara hrein og skær leti!
næturnar eru kaldar. Þyri þarf að nota vettlinga og ég húfu á morgnana þegar við staulumst með Jyllands Posten. í morgun var 0 gráður þegar ég snæddi dögurð. KALT! miklu verri kuldi en heima. þessi kuldi umlykur (umlikur?) mann og smýgur svo í gegnum skinn og bein....brrrr.

í gær, þegar við vorum búin að þrífa í leiðindarbankanum, þá sáum við gaur sem var að viðra páfagaukinn sinn. náunginn var á hjóli og með heljarinnar gauk á stýrinu og svo var keðja frá gauknum yfir í eigandann! furðulegir furðugaukar þar.

um þessar mundir er annar kórinn sem ég syng í, universitets kórinn, að æfa Vesper eftir Sergei Rachmaninov. púha hvað það er flott stykki. verst að við höfum ekki innanborðs risavaxna, rússneska kvenmenn og bassa sem syngja til helv**** eins og þarf til að syngja þetta verk almennilega. að sjálfsögðu er textinn á rússnesku (en með lesanlegu stafrófi....veit ekki hvað það heitir...allavega ekki þetta rússneska letur). ef það er hægt að líkja þessu við eitthvað þá er það kórkonsertinn eftir Schnittke nema hvað að hann er aðeins nær samtímanum...miklu nær.

okkur var boðið í brúðkaup um jólin. brúðkaupið verður haldið á Sauðárkróki og við ætlum að fara (þeas fáum við far með Dodda og Helgu, Skødstrups vinum sem eru flutt heim á klakann).

annars er bara heilmikil tilhlökkun í okkur fyrir jólin. við erum að vakna það snemma að úti er dimmt og kalt þannig að jólin eru okkur ofarlega í huga.

um næstu helgi verður klakamót svokallað. það er fótboltamót sem er haldið ár hvert af fótboltaklúbbum íslendinga á norðulöndunum. yfirleitt er þetta bara fyllerí, er mér sagt. ég ætla allavega ekki að spila, en ég ætla að hjálpa aðeins til á laugardaginn og Þyri líka.

upplestri lokið.

11.9.02

ennþá lengri pása
en ég hef afsökun. ég komst ekki mikið í tölvu á Íslandi, og þegar ég komst í maskínu þá nennti ég ekki að skrifa neitt.
þessi vika á Íslandi var bara ansi góð. UNM hátíðin var með þeim skemmtilegri sem ég hef farið á. ekki bara tónlist og tal um tónlist. menn voru líka að skoða landið oþh. en til að hafa þetta á einhverjum stað þá ætla ég að renna yfir vikuna sem leið.
fös:
- ég tók lestina til Köbenhavn og hitti Huga Guðmunds. kollega minn þar. alltaf gaman að spjalla við Huga. ég held að við gætum spjallað í sólahring án þess að skorta umræðuefni.
- tók lestina frá Hovedbanegård til Kastrup. lestin var e-ð beluð, komst ekki hraðar en svona 30km/klst þannig að ferðin tók mun lengri tíma en vanalega. ég var orðinn smá stressaður, en allt gekk samt upp.
- flugið var fínt. þegar við flugum yfir Ísland þá sá ég Vestmannaeyjabæ uppljómaðan. falleg sýn.
- Hilmar og Nína tóku á móti mér, þessar elskur, og fór ég með þeim í Fáfnisnesið. ég s.s. gisti hjá þeim alla vikuna. voða ljúft. gott að vera þar sem það er ætlast til að maður hagi sér eins og heima hjá sér, fyrir utan að ég þvoði ekki af mér né eldaði oní mig :o/ ef þið lesið þetta þá bara enn og aftur: TAKK!

lau.
- hann fór nú meira og minna í að snúast í kringum rassg*** á mér. þurfti að fara með föt í hreinsun. enginn hreinsun opin. þurfti að ath með símakortið mitt. kortið ekki lengur virkt. þurfti í mjólkurbúðina. fékk smá dreitil. og allan tíman voru N+H að skutlast með mig.
- eftir bæjarferð fórum við H í heimsókn til Gunnars og Stínu. skoða nýju íbúðina. voða fínt.
- fórum svo næst til Lóló og Ólafs. gaman að hitta þau. að sjálfsögðu var búið að dekka borð og kaffið hans Ólafs svíkur engann!
- fór pakksaddur í mat til Huga Þórðar, þess gæðadrengs og höfðingja. að koma í mat til hans er upplifun. það er ekki nóg með að maturinn hans er góður, heldur er það heilmikil skemmtan að horfa á drenginn elda. hann hefur það sem sið að byrja ekki að elda fyrr en gestir eru komnir í hús. þá eru borðnir ostar og vínber á borð og svo byrjar hann að elda á meðan gestirnir slappa af og hafa það náðugt. hvað er betra!!! Siggi Óla var líka svo ekki gerði það boðið verra. svo á Hugi líka kíki! í þetta skiptið galdraði drengurinn fram innbakaðar lambalundir með gráðostasósu og salati. ..."slurp" (vatn í munninn)...hvað þetta var gott. svo að sjálfsögðu eðal rauðvín með.
- eftir mikið og ljúffengt át fórum við heim til Bjarna Agga. þar átti nefnilega að halda Jeeves fund. Jeeves er leyniregla nokurra norðfiskra pilta (flestir eru búsettir í Rvk) og mun ég ekki segja frá neinu sem gerðist á þeim fundi...nema að vínin voru mjög góð! Bjarni á sennilega hreinlegustu piparsveinaíbúð sem ég hef komið í. meira að segja klósettið var til fyrirmyndar.
- gleðin endaði á Ölver, í orðsins fyllstu! þetta er sorglegasti staður sem ég hef komið á. misólagvist fólk að gaula í "karokee". þangað ætla ég mér ekki að koma aftur. enda var ég þar bara í 15 mín (eða lágmarkstíma sem það tekur að svolgra einum bjór).

sun.
- dandalaðist í Fáfnisnesinu fram að kvöldmat. enn ein veislan tók svo við. N eldaði dýrindis lambalæri...slurpslurp(ennþá meira vatn í munn)...og sósan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. svo var súkkulaði "mús" í desert. namminamm. Björg og Nína Guðrún snæddu með okkur.
- um kvöldið var svo búið að bjóða mér í kvöldkaffi til Salnýju bekkjarsystur. þar voru við Hugi, Bryndís (fyrrv. sambýliskona) og svo húsráðendur (Salný og Alli). það var voða gaman hjá okkur. heitir réttir, ostar og drykkir. alltaf að borða. enda er það svo gott, sérstaklega í góðum félagsskap.

mán.
- fór í sund að mig minnir.
- fór með fötin í hreinsun.
- setning UNM hátíðarinnar í Iðnó kl 19 og svo tónleikar á eftir.

þri.
- vaknaði of seint. fékk mér því morgunkaffi á Ömmukaffi í Austurstræti. 1 sinni.
- umræðuhópar ræddu um tónl. frá því á mán. og um komandi tónl. á þri. kvöld.
- náði í fötin.
- snæddi hádegismat á Svarta Kaffinu með DBF. súpa í brauði. 2.sinnum.
- fór á fyrirlestur hjá C. Barlow um tungumál og tónlist. áhugavert að hluta.
- fór á Sandholt bakarí og fékk mér kakó og sandköku. 3 sinnum.
- hitti Svanhvíti upp í Kennaraháskóla.
- hún bauð mér kvöldmat á Pasta Basta. léleg þjónusta og hennar matur vondur. minn ágætur, en kom töluvert á eftir hennar. ekki fara þangað aftur. 4 sinnum.
- röltum niður Laugarveginn og fórum inn á Súfistann og við fengum okkur smá kökubita í desert. 5 sinnum.
- fór á tónleika í Salnum í Kópavogi.
- fór á barinn Celtic Cross. aðalbar UNM hátíðarinnar. þáttakendur fengu afslátt (400 kr bjórinn) 6 sinnum á kaffihús eða veitingahús í dag!!! geri aðrir betur ;o)

mið.

- fór á æfingu hjá Sinfó.
- fór svo beint þaðan í Bláa Lónið með UNM genginu.
- fór á tónleika í Salnum.


fim.
- mætti seint í umræðuhóp því ég var á general æfingu fyrir tónl. kvöldsins.
- sleppti fyrirlestri því ég var kvefaður og slappur.
- fór á tónleika með Sinfó. 10-11 gekk bara ágætlega.
- fór til BÖNG eftir tónleika og drekkti kvefinu í 12 ára eðal wiský :o)
- fékk meira sótthreinsandi hjá N+H. sofnaði vel.

fös.
- aðeins hressari.
- mætti í umræðuhóp.
- skrópaði á fyrirlestri.
- fór á tónleika í Listasafni Reykjavíkur.
- kíkti svo aðeins á Prikið með UNM genginu.

lau.
- fór kl 11 upp í rútu með UNM genginu og var ferðinni heitið að Gullfoss og Geysi. Svo átti að slútta í SKálholti.
- Geysir gaus og Strokkur peppaði hann upp. Gullfoss fossaðist að gömlu vana. ekki enn búið að virkja hann. nú er lag úr því kerlingin er ekki á lífi til að stökkva í hann. útlendingarnir voru hrifnir.
- þegar við komum í Skálholt fórum við í Oddstofu. þar átti að ræða um hátíðina og hefja fyrri hálfleik tónleika dagsins því það er enginn flygill í Skálholtskirkju.
- ég, DBF og Arnar Bjarnason vorum ekki í stuði til að sitja inni og ræða um liðna viku svo við skrópuðum og fórum í labbitúr. fórum innfyrir einhverja girðingu og löbbuðum í átt að ánni. fljótlega kom jeppi aftan að okkur og út steig karl og fór hann að spjalla. hann fór svo aftur í skottið á bílnum sínum og dró fram wiský flösku. svo supum við með honum nokkuð niðrí flöskuna. svo skuttlaði hann okkur niður að ánni og við töltum þaðan uppeftir. mjög skemmtileg ganga. við komum einu verki of seint á tónleikana og við vorum fótblautir. hvað er betra?!?!?!
- snæddum mat í Skálholti.
- fórum á kaubbfélagið þegar við komum í rvk. sat þar til ca 12 var þá orðinn raddlaus eftir daginn.

sun.
- bröns í Fáfnisnesi með BÖNG genginu.
- var svo skuttlað í rútuna sem flutti mig út á völl.
- á vellinum hitti ég danska UNM gengið.
- keypti þar mini-disk-upptökutæki og spilara á 27.900,kr.
- flugið gekk vel.
- náðum ekki lestinni kl 21:40 þannig að ég og Jens (vorum bara 2 á leiðinni til Árósa) biðum á Hovedbangården til kl 00:30. vorum komnir heim kl 04 ca.
- fór beint í að bera út JP.
- svaf svo restina af deginum :o)

jæja, þetta var ekki skemmtileg lesning. en ég get ekki brugðist aðdáendaskaranum! :o)