26.8.02

long time...
...no nedd! þið verðið að afsaka það (þ.e.a.s ef einhver les þetta rugl í mér!)

á föstudaginn mun ég smyrja nesti og fara í nýju skóna, finna göngustafinn og fylla minn mal, og fara í ferðalag. ég er nefnilega að fara til Íslands og ætla að vera í höfuðborginni í rúmlega viku.
eins og komið hefur fram þá er það UNM sem dregur mig þangað (og borgar ;o) þannig að það verður nóg að gera. en ég ætla mér nú samt að verða viðstaddur fund þeirra heiðursmanna sem mynda Jeeves klúbbinn og heiðra gamla kunningja að austan með nærveru minni í kaffiboði sem búið er að boða til. svo mun ég að sjálfsögðu heilsa upp á "tengda"fjölskylduna.

annars er UNM hátíðin svolítið merkileg samkunda. þar koma saman ung tónskáld frá norðurlöndunum og bera saman bækur sínar og hlusta á fyrirlestra og drekka saman áfengi. sennilega mun samt áfengisneyslan vera mjög hófleg þar sem kaup á slíkum legi er nánast eins og þjófnaður á landinu okkar. ég hef litla trú á að fátæk tónskáld eigi eftir að hafa aur til þess að sitja inni á börum að sötra öl fyrir 500-600 kr! en það er ótrúlegt hvernig sumir forgangsraða aurunum sínum. margt kvenfólkið kaupir sér skó í staðinn fyrir að eiga eitthvað í matinn.

nú er skólinn s.s. farinn að rúlla smá. Þyri æfir sig eins og herforingi og ég með hugann við næsta stykki. það verður nóg að gera í vetur.

í gær var ég ráðinn í 1/2 bassastöðu í Sct.Paulskirke. ég mun byrja þann 15.sept. kórinn er lítill og organistinn er almennilegur og til í að gera eitthvað nýtt. hann vildi endilega að ég setti saman smá mótettu handa þeim til að nota einhvern sunnudaginn. það mun ég sannarlega gera. hljómar bara spennandi.

nú er kólímagnið í vatninu okkar orðið mannsæmandi þannig að við getum skrúfað frá krananum og fengið okkur vatn án þess að eiga það á hættu að vera fastur við salernið í nokkrar vikur. samt er mengunin ennþá í stórum hluta borgarinnar.

þessa dagana er ég að lesa Atómstöðina. ansi fín. mun meira grípandi, til að byrja með, en aðrar bækur sem ég hef lesið eftir Laxness.

við sáum um daginn norsku myndina Elling. þvílík ræma! mjög góð. þannig að ef þið eruð orðin þreytt á amerískri froðu þá skuluð þið leigja þessa. er mjög svo frískandi. einnig er Amélie frábær. ótrúlega frönsk mynd. fyndin og falleg. manni líður virkilega vel eftir þessar myndir (ekki að það sé endilega markmið með myndum, en það er gott að líða vel...gott að líða einhvernveginn...gott að upplifa)

19.8.02

...og Guð leit á hann og hann fann himnaríki. (Neddubréf 8.kapituli, 19. vers)
já, í dag fór ég inn í himnaríki á jörðu. það kallast Spanien. Spanien er sundlaug. í húsum þessarar laugar er form&fittness, en það er gymmið sem við sköturnar fengum okkur kort í. ég hafði áður farið í þessa laug en ekki litist neitt sérstaklega vel á, þó aðallega vegna þess að það er enginn almennilegur pottur og laugin er skítköld. potturinn er meira að segja þannig að maður getur verið oní 10 mín í senn (og þá bobblar í honum) en svo þarf að "hvíla" hann í 10 mín því þá er hann að hreinsa sig...dónt esk mí væ!!!
en allavega, þá er algjör unaður að fara í gymmið þarna og lyfta og sprikla smá, og fara svo í eimbað og sánu. þvílík snilld.

ég hjólaði, að sjálfsögðu í gymmið, og þegar ég kom heim þá var ég jafn blautur og ég var í sturtunni eftir ræktina. það var 30 stiga hiti í dag (að minnsta kosti!!!).

í dag var fyrsti skóladagurinn. Þyri mætti í skólann, en ég ekki því það var aungvinn tími! ég er mjög fáum tímum, það þýðir bara meiri tími til að semja!

í kvöld var svo skólasetning. ræða, Brahms sónötukafli og smá jazz-blús. og svo bjór á eftir í boði skólans......að sjálfsögðu.

18.8.02

tivolí
ekkert leiðinlegur dagur. bara mjög skemmtilegur!
ég reis úr rekkju eldsnemma, miðað við að það er sunnudagur, og fór niður í St.Pauls kirkju til að syngja í messu. ansi falleg kirkja og þægilegur kór. bara 2 í rödd þannig að við vorum bara 8. væri gott að fá fasta stöðu þarna.
ég fór í gallabuxum og skyrtu, og hefði betur látið það ógert! ég var í svitabaði þegar ég hafði hjólað heim. það var gosbrunnur á skallanum á mér!
eftir að ég hafði náð mér og kælt mig aðeins niður, inni í skugganum, þá tókum við okkur til og fórum í tívolí. þar var bara gaman. við eigum svona árskort þar og getum farið eins oft í tækin og við viljum. fórum þó ekkert rosalega í þetta. bara 2svar í barnarússíbanann og 2svar í þann stóra (sem er með 1 lúppu, best að vera aftast!). svo fórum við í klessubílana, í svona hringekju (svona bolla og hesta hringekju, ég fór á hest), í parísarhjólið sem er með ógeðslegu neðansjávartónlistinni og nokkur önnur barnatæki. við vorum sko að fagna afmælisdegi hennar Selmu, eins og ég reit í gær. við vorum með nesti og höfðum það bara huggulegt í veðurblíðunni.
mér tókst reyndar að klína mig allan út í smurningu. ég missti nefnileg kaskeitið af mér í barnarússíbananum og það lenti á teinunum áður en það datt niðrá jörð. teinarnir eru smurðir og ég tók ekki eftir því að hún væri skítug. svo tókst mér einhvernveginn að maka þessu öllu á fötin mín...komm on, ég var nú í BARNArússíbananum!

enn þurfum við að sjóða vatnið! djö*** maður!!!

17.8.02

grillaður pottaleppi í kjúklingabeði
í kvöld eldaði ég kjúlla. hérna í DK eru kjúllar ódýrir. kjúllar eru góðir.
ég skellti í eina brownies fyrst, til að taka með í tívolí á morgun. við sköturnar og Róbert og Selma ætlum að hittast í tívolí og fagna afmæli Selmu. við eigum að taka með eitthvað sætt. hún ætlar að sjá um samlokurnar, og ég held að hún ætli að kaupa þær niðri í bæ á kjúklingastaðnum sem selur samlokur með kjúlla...namminamm!!!
jæja, að efni þessa pistils!
ég s.s. var að elda kjúlla, sem Þyri hafði smurt í pestói o.fl. ég gerði svo grænmetisgratín (keyptum reyndar sósuna í Føtex. afbragsgóð knorr sósa).
ég var eitthvað að vesenast með skúffurnar í ofninum og var að ausa líka á kjúllann. allt leit svo ljómandi vel út. lyktin blandaðist við súkkulaðikökulyktina og ég var farinn að verða svangur. Þyri var ekki heima því hún fór að æfa sig aðeins niðri í skóla.
svo þurfti ég eitthvað að vesenast aftur í ofninum, nema hvað ég fann ekki annan pottaleppann.
það er lítið mál að týna einhverju hérna í íbúðinni okkar, því hún er ekki það stór að maður þurfi að leita lengi áður en hluturinn er fundinn. oftast nær nóg að snúa sé við! nema hvað bölvaður pottaleppinn fannst ekki, hvorki inni á baði né í svefnherberginu og að sjálfsögðu ekki í eld-stofunni.
mér datt þá í hug að líta inn í ofninn. gæti það verið að ég hafði gleymt honum þar...??? jújú! meira að segja hafði ég sett hann oní pottinn eftir að ég jós á kjúllann síðast!
þarna s.s. lá leppinn oná kjúlla og grillaðist með. ansi bragðgott. næst ætla ég að prófa að grilla skóna mína með (taka svona Chaplin atriði!)
kjúllinn smakkaðist vel og gratínið líka. allt þetta rann ljúflega niður með Mandra Rossa hvítvíni. bon apetit!

16.8.02

vatn er gott...eða hvað?
ég hélt að ég væri að flytjast í siðmenningu og sæmilega hreinlega og litla borg þegar ég fluttist úr Skødstrup (sem er smá þorp rétt fyrir utan Árósar). en annað er nú raunin.
þessa dagana þurfum við að SJÓÐA vatnið okkar! ekki gaman. manni líður eins og í miðri milljónaborginni Mexíkó! þannig er mál með vexti að um helgina síðustu þá var magn kolígerla í vatninu of mikið og sendar voru út viðvaranir. við megum fara í bað og þvo þvottinn okkar úr þessu vatni en ekki drekka og ekki bursta tennur upp úr því.
hérna í danmörku eru aungvin fjöll (þó svo að flytja átti alla íslensku þjóðina á jósku heiðarnar...hér eru aungvar helv*** heiðar, hvað þá fjöll!!!) eins og alþjóð veit. danir þurfa því að dæla vatninu í vatnstanka hér og þar. þessir þartilgerðu tankar eru háar byggingar svo vatnið geti fossað út um kranana okkar. fyrir c.a. 10 árum ákváðu einhverjir fjármálaplebbar og pólitíkusar að selja símafyritæki leyfi til að setja upp símamastur á einum svona turni. þetta gaf góðan aur í kassann.
þá kom að þætti iðnaðarmanna hér í DK. þeir eru latir og heimskir og kunna aungvin almennileg vinnubrögð (þetta er alhæfing sem á við rök að styðjast...en takið henni samt ekki of alvarlega ;o).
dönsku iðnaðarmennirnir klöngruðust upp á vatnsturninn snemma morguns með madpakken sinn, með snyrtilegu og huggulega gerðu smørrebrød, einn kassa af bjór og stóra borvél. þegar upp var komið þá þótti þeim nú nóg komið og tóku sér langa og góða pásu. opnuðu nokkra öllara og ræddu um hvernig þeim liði nú í vinnunni og hvað þetta væri allt saman erfitt. þeir fengju ekki að fara fyrr en kl 15 og þá væru bara 6 tímar eftir af deginum til að "hygge sig" með fjölskyldunni (að hygge sig þýðir að sitja úti í garði og drekka meiri bjór eða vín og borða pylsur eða annað góðgæti).
þegar líða tók á morguninn og þeir voru búnir að ræða sín á milli ÖLL vandamálin í vinnunni ákváðu þeir að kíkja nú aðeins á hvað þeir ættu að gera. úr því að þeir höfðu bara borvélina með, en ekkert mastur í augnablikinu, ákváðu þeir að bora nokkrar holur í tankinn. holurnar áttu að vera festingar fyrir símamastrið.
borvélin var stór og borinn líka. ölið sagði til sín og allir höfðu þeir minnimáttarkennd frá því á völsastiginu þannig að nú var sko borað í gríð og erg. þeir gáðu ekki að því hversu langt þeir boruðu.
þannig að þessa dagan erum við að súpa seyðið (eða mengaða vatnið öllu heldur) af því hversu léleg vinnubrögð þetta voru hjá iðnaðarmönnunum hérna um árið, því að á möstur setjast fuglar. fuglar eins og dúfur (fljúgandi rottur sagði skáldið) mávar (jeg hadder måkker, sagði hitt skáldið) og önnur dýr loftsins. þessi dýr eru ekki vön því að skíta á þartilgerðar keramikskálar, onei, þau skíta þar sem þeim sýnist svo. og að sjálfsögðu er þessi vatnstankur allur út dritaður. svo halda menn að drit þetta komist oní tankinn og mengi vatnið okkar.
ég veit ekki hvað skal halda. allavega vill símafyrirtækið ekki viðurkenna að þessir gerlar komist í niður í vatnið því að það hafi ekki verið borað alla leið samkv. teikningunni. en eins og ég segi þá eru danskir iðnaðarmenn ekki til að hrópa húrra fyrir.
nú er bara að bíða og sjá hvað við fáum að heyra í Jyllands Posten næstu daga. við eigum allavega að sjóða vatnið fram yfir helgi.

svo vil ég minna á að í viku 36 (1-7 sept.) er UNM (ung nordisk musik) svo allir sem vilja fylgjast með samtímtónlist, og eru orðnir þreyttir á mtv og skítamóral, ættu að mæta á tónleika í þessari viku. ég lofa því að þið munuð ekki sjá mikið af fjólubláum biðukollum, nýkomnum úr lagningu á þessum tónleikum. takið því bananana úr eyrunum og hellurnar frá, skafið aðeins út og mætið!

15.8.02

allir farnir...part II
gestir eru farnir og eftir standa tómir beddar og sængur í poka. beddarnir komnir undir rúm og bíða þess óþræufullir að geta hvílt fleiri gesti okkar. þeir eru að standa sig vel. ég vakna stundum upp við það á nóttunni að þeir eru að kalla á mig og vilja vita hvenær næstu gestir koma. ég segi þeim að ég viti það ekki alveg, en Ingibjörg og Bernie koma í lok ágúst og svo munu Hilmar og Nína koma í sept....eða var það í okt??? þau koma allavega og verða held ég eina helgi. það er svo gaman að fá góða gesti! en asnarnir við erum ekki búin að fá okkur gestabók, ég gleymi því alltaf þegar við erum niðrí bæ.

í gær kvöddum við Dodda (Dódí eins og danskurinn segir) sem bjó upp í Skødstrup ásamt sinni elskuðu Helgu og syninum Elías (stundum nefndur Lassi af okkur Róbert). Helga og Elías fóru á sunnudaginn því það átti að jarða pabba hennar á mánudaginn. Doddi fer í dag.
við sköturnar mættum um 1300 til Selmu og elduðum með henni matinn. svo snæddum við öll saman úti í garði og drukkum rautt og hvítt með og hugguðum okkur. dægileg stund. svo flúðum við inn og horfðum á "krjúpandi tígur, falinn dreki" (þessi KÍNVERSKA, ekki allir sammála um hvers lensk myndin væri) æðisleg mynd! ekki nóg með að myndin var góð, heldur horfðum við á hana í nýja heimabíóinu þeirra Róberts og Selmu. ekkert leiðinilegt.

eftir að við höfðum kvatt Dodda (sem er bæðevei frændi minn. Skúli Hjalta er hálfbróðir hans og mamma hans heitir Ólöf Þórarinnsdóttir, svona fyrir ættfræðingana) fórum við sköturnar heim og skiftum um föt og hjóluðum svo niður í bankann sem Þyri er að þrífa. ekki gaman. það þarf að ryksuga með ónýtri vél og svo er þetta á 3 hæðum og bara leiðinlegt. vorum búin að því rétt yfir 2200.

ef það er einhver sem les þetta sem veit rosa mikið um heimabíó og hljómflutningstæki þá máttu endilega hafa samband. við þurfum að fá okkur græjur, en viljum hafa góðan hljómburð frá CD. eru svona heimabíó sambærileg við góðar græjur??? svör berist til: stefan@karlmenn.is

7.8.02

djöfuls...helv...rassg...andsk...DRASL!!!!
ég var búinn að skrifa helling í þessu djöfuls...helv...rassg...andsk...DRASL bloggkerfi, svo kom bara upp einhver djöfuls...helv...rassg...andsk...villumelding og ég tapaði öllu!!!! AAAAAARRRGHHH!

anda djúpt inn, rólega út,inn,út...etc!

jæja. ég er farinn að ná mér!

innihaldið var á þessa leið.
í morgun fórum við í leikfimi eftir útburðinn. rosalega stoltur af dugnaði okkar! tókum ærlega á.

ég fann grátt hár meðal hinna rauðu, ljósbrúnu og skollituðu augnabrúna. það er ekki nóg að vera sköllóttur fyrir aldur fram heldur þarf maður líka að verða gráhærðu...ég mun samt sennilega aldrei verða var við það nema á bringunni og á öðrum stöðum þar sem hár vex því ég raka á mér hausinn með Gillett Match 3 sköfu. gott að vera gljákollur :o)

á morgun kemur Jóna María. hún hlýtur að hafa yngjandi áhrif! hún er alltaf svo hress og kát...allaveganna síðast þegar ég hitti hana...sem var NB síðustu jól!!!

5.8.02

...skildar eftir skötur tvær í koti!
nú eru gestirnir okkar farnir heim til Íslands. sniffsniff. reyndar er Björg ennþá í DK. hún er á einhverju námskeiði í København. þetta voru rosalega skemmtilegar 2 vikur og liðu mjög hratt. eins og þið hafið lesið þá var ýmislegt gert, en eitt var þó meira gert en annað. AÐ BORÐA!!!
nú þarf maður að taka sig á. drífa sig í ræktina og út að hlaupa þess á milli. minnka átið og skera niður bjórdrykkjuna (sem er nú reyndar frekar lítil).
en maður kemur í manns stað, því að á fimtudaginn koma aðrir góðir gestir til okkar í kotið. Svanhvít systir og kompaní ætla að mæta um kvöldið. þau ætla að fljúga frá Íslandi og keyra svo frá Kastrup til okkar. strembinn dagur það, þó aðallega fyrir littlu frænku mína, hana Jónu Maríu.
ég hlakka til að fá þau hingað. þau eru þau fyrstu sem koma til okkar úr "minni" fjölskyldu og vonandi ekki þau síðustu!
ætli sami pakkinn verði ekki tekinn með þeim...þau verða reyndar ekki jafn lengi og þau hin, en ég veit að þau vilja fara í Legoland :o) ætli Djurs Sommerland sé ekki líka sniðugt fyrir þau. þau eru svo mikið sundfólk. kannski er JM of lítil fyrir þetta...veit ekki.

af tónverka málum er það að frétta að ég mun senda í dag frá mér nýja verkið mitt. "Fimm vísur um nóttina" munu því fljúga til Íslands á morgun og munu þar verða æfðar og sungnar hér og þar um landið (fyrir vestan, austan og í Reykjavík) af Hljómeyki. það væri óskandi að maður kæmist heim til að vera viðstaddur frumflutninginn, en ég hef ekki trú á að það muni gerast. við sköturnar ætlum nefnilega að koma heim um jólin, svo mun ég líka koma heim í sept. vegna UNM hátíðarinnar. þar mun hið feykivinsæla "nútímaverk" 10-11, fyrir strengi og slaghörpu, verða leikið af sinfóníuhljómsveitinni...í annað sinn á þessu ári :o) mér finnst þetta vera hryllilega fyndið. ég sendi í rauninni stykkið inn í þeim tilgangi að komast heim frítt. jamms, UNM borgar brúsann ;o)
allaveganna, ef þið þekkið einhvern sem bráðvantar ferðafélaga frá DK til Íslands og vill endilega bjóða mér með, þá endilega hafið samband :o)

2.8.02

ef það verður rigning úti spilum við á spil...
loksins loksins! það er RIGNING!!! veiiiiiiii!!! en heyrðu nú mig...er verið að svíkja okkur eitthvað núna...já er það...á ekki að skella á okkur barasta meiri sól...jájá komdu þá bara með hana!!!
við sköturnar þutum upp í nótt kl 0417 vegna þess að Þyri heyrði að það var þrumuveður á leiðinni (ekki sefur hún svona laust á morgnana...). við drifum okkur í vinnugallana (buxur og bol, alltof hlýtt fyrir meira) og hjóluðum á harðarspani upp í anddyrið þar sem blöðin okkar eru sett. við ætluðum sko að ná að henda frá okkur blöðunum áður en demban kæmi, en onei, um leið og við vorum búin að setja blöðin í þar til gerðar tösukur sem við festum á bögglaberana þá kom demban! gaman það :(
við komum rennandi blaut heim 45 mín seinna.

en jújú, þið sem hafið verið að pæla í afhverju ég hef ekkert ritað undanfarna daga, þá hefur bara verið svo mikið að gera í því að leika sér með gestunum okkar. þau eru með bimma á leigu og við erum búin að fara víða.
við keyrðum t.d. upp til Ålborg, stoppuðum á leiðinni á krá í bænum Rold og fengum okkur að borða. mmmm...ég fékk mér svo gott stjerneskud (stjörnuhrap, 4 tegundir af fiski, steikt rauðspretta, gufusoðinn fiskur, hrogn og rækjur....slurp!), alveg það besta sem ég hef fengið hingað til. Svo keyrðum við í gegnum Roldskov og inn í Ålborg. skoðuðum miðbæinn og partýgötuna Jomfru Ane gade.

svo fórum við í land kennt við kubba kennda við Lego, voða fínt, rosalega mikið af fólki þó svo að það væri föstudagur. en það er samt nóg pláss í legolandi. við sköturnar fórum í svona bíó sem er í landinu. þetta er svona þrívíddarbíó. ekki nóg með það heldur fengum við á okkur rigningu, snjókomu og rok INNI Í SALNUM!!! sneðugt.
í framhaldi af Lego keyrðum við til baka yfir Jótland og snæddum í Vejle (ekkert væl í Vejle!) og héldum svo áfram yfir á Fjón og gistum á bændagistingu þá nóttina. ágætis herbergi og morgunmatur fyrir vægt verð. Nína Guðrún fékk mjög svo skrýtið rúm. það var í rauninni rekkja, með tjaldi sem hægt var að draga fyrir. voða spennandi fyrir unga krakka.

næsta dag kíktum við í Odense. fórum í gamla bæinn þar og skoðuðum H.C. Andersen safnið. við sköturnar keyptum okkur öll ævintýrin þar, á tæpar 150 kr danskar!!!.
ekki má gleyma því að veðrið var rosalega gott. þetta var um helgina 26-28 júlí.
eftir Odense keyrðum við niður í Egeskov og kíktum á slottið þar (Egeskovsslot...held ég að það heiti). frábær garður í kring og nokkur söfn í garðinum þ.á.m bíla og mótorhjólasafn.
eftir góðan dag keyrðum við upp í Middelfart og snæddum á veitingastað sem heitir Fröken Jensen. mmmm góður matur þar! kálfasteik.
svo var brunað heim í háttinn með þreytta stelpu...og ætli við höfum ekki líka verið soldið sybbin.

hvað höfum við svo gert meira????

já við fórum í dýragarðinn við Ebeltoft, skoðuðum steinaldarsafnið í Hvolris, sem er rétt fyrir ofan Viborg, við skoðuðum okkur líka aðeins um þar.

Sama dag og við fórum til Viborg og Hvolris þá fórum við á Hereford og fengum okkur steik og salatbar í boði Ólafs Hauks og Lóló. þau vildu endilega láta Örn og Björgu fá norska peninga síðan þau voru í Noregi fyrir ekki alls löngu með því skilyrði að við færum út að borða. ekkert mál að borða góðan mat :o) steikin var að venju ljúffeng. mørbrad á Hereford klikkar aldrei og salatbarinn er til fyrirmyndar, en þjónustan var aftur á móti ekki góð í þetta skiptið. fengum lélegt borð þó svo að önnur væru laus og voru það allan tímann. við báðum samt um annað borð. við áttum meira að segja pantað!!! en við vorum bara orðin svo hungruð í góða matinn sem við vissum að við fengjum.... ;o)

en núnú, er þá held ég að allt sé upp talið fyrir utan ferð í Friheden, í bambagarðinn, nokkrar ferðir í bæinn hérna í Århus og skoðunarferð í Den Gamle By.

eftir alla þessa bæi sem við erum búin að koma í (og eru nokkrir smábæir óupptaldir) þá kemst maður að því að við Íslendingar ættum að skammast okkar fyrir miðbæjarleysið. það er alveg sama í hvaða krummaskuð maður kemur í þá er alltaf göngugata þar og torg í framhaldi af því. hvað höfum við??? laugarveg og austurstræti fullt af bílum! við komum því með þá tillögu að gera fyrrnefndar götur að viðbættum skólavörðustíg að göngugötum! er ekki einhver sem gæti skilað því til sköllótta dvergsins?